Franskur bolabítur!

Kynning á okkar einstöku frönsku bolabítum!

Hver þeirra hefur sinn einstaka persónuleika og skapgerð, sem gerir þá sannarlega einstaka.


Saga

Saga

Saga er frá Englandi. Hún er fædd 21. mars 2022

Saga er Blue Tan á litinn en sá litur er einn af Exotic litaflórunni og fer nánast ekkert úr hárum. Hún er að auki með mýkri feld en flestir franskir bolabítar.

Saga er ein af sex systkinum. Pabbi hennar er Blue Fawn, og mamma hennar er Pied Merle.

Saga elskar að horfa á sjónvarp og dýramyndbönd í símanum. Það sem hún nýtur þó mest er að kúra í kósýheitum, nema auðvitað þegar hún fær tækifæri til að fara á ströndina og hlaupa frjáls um í sandinum! Hún talar við mann en geltir verulega sjaldan.

Hún er frábær mamma og gætir hvolpanna sinna af mikilli alúð. Reyndar sér hún líka um "systur" sína, Sif, og vill helst vera mamma allra hvolpanna og hundanna á heimilinu. Hún tekur að sér að hreinsa eyrun á þeim öllum!

Saga er matgæðingur og elskar bókstaflega allan mat! Hún borðar grænmeti, ber og hvaðeina sem er í boði. Hún hefur sérstakan áhuga á Baylis jóladrykknum, þó hún fái auðvitað ekki að smakka, enda er hún bara þriggja ára :D

 

Fékk einkunnina 0 á BOAS-prófi, sem er afar sjaldgæft fyrir franska hunda.

Þetta er besta einkunin sem hægt er að fá!

Fékk einnig einkunnina 0 í mjaðma og hnéskeljaprófun.

Er með fallegan og heilbrigðan hrygg, algjörlega laus við merki um IVDD.

Hefur engin ofnæmisviðbrögð fengið. Borðar allan mat með ánægju.

 

PRÓF EINKUN
Hnéskelja og mjaðma 0
BOAS 0
IVDD 0

Saga á nokkra hvolpa sem fengu litina Chocolate Tan og Blue Tan Lilac en það er mjög sjaldgæft að fá þessa liti.


Sif

Sif fæddist 4. apríl 2022 og kemur frá Serbíu.

Hún á aðeins einn bróður sem býr nú í Ástralíu. Sif er Fawn með svarta grímu eins og mamma sín en pabbi hennar er pied, hvítur og svartur. Pabbi hennar kemur úr afburða ætt með marga Evrópu- og heimsmeistaratitla. 

Sif er einstaklega ljúf og algjör mömmustelpa. Hún geltir mjög sjaldan og tjáir sig mest með vellíðurnar hrotum þegar maður strýkur henni um magan en hún elskar það mest! Hún er algjör gormur og getur hoppað mjög hátt!

Hún er mjög reglusöm og fylgir öllum reglum án þess að þurfa áminningu. Til dæmis fer hún ekki inn fyrr en hún hefur þurrkað loppurnar, enda lærði hún það strax og hefur aldrei sleppt því síðan. Hún sér einnig um að halda öllu hreinu, ekki bara hundum, heldur líka öllum sófum. Hreinlæti er hennar mottó!

Sif lítur á sig sem frænku allra hvolpa, þótt hún eigi sjálf Mjöll. Saga, að sjálfsögðu, þykist eiga alla. Það er í góðu lagi samkvæmt Sif, enda sjá mömmur um að þrífa hvolpa. Sif kýs frekar að þrífa sófana, þeir þurfa jú líka dálítil þrif!

Þegar matur er í boði, borðar Sif flest allt ef keppni er í gangi. Hins vegar, þegar hún borðar ein, tapast dálítið áhuginn og hún klárar sjaldan hundamatinn. Það er þó allt annað þegar kemur að mannamat, hann elskar hún!

 

Fékk einkunina 1 á BOAS prófi. 

Fékk 0 í mjaðma og hnéskeljaprófun.

Er með fallegan hrygg og engin merki um IVDD.

Augnpróf á vegum HRFÍ sýndi fullkomin augu.

Ekkert ofnæmi sýnt. Borðar allan mat.

PRÓF EINKUN
Hnéskelja og mjaðma 0
BOAS 1
IVDD 0
Augnskoðun 0

Sif á einn hvolp með Thor og það er hún Mjöll sem er hér 1 árs. Hún er Pied á litinn. 

Mjöll vann 3ja sæti í 3 til 6 mánaða flokk hjá HRFÍ og fékk "Sérlega lofandi" dóm


Thor

Thor fæddist 19. september 2016. Foreldrar hans eru innflutt frá Spáni.

Mamma hans er alveg eins á litinn og Thor sjálfur, sem kallast Reverse Brindle eða Tiger Brindle. Pabbi hans er hins vegar á litinn eins og Sif, eða Fawn.

Thor er ótrúlega ljúfur og hlýðinn. Hann skilur allt sem sagt er við hann og virðist jafnvel geta lesið hugsanir. Það má ekki einu sinni hugsa um að fara í göngutúr eða bíltúr með honum án þess að hann verði spenntur og tilbúinn að fara út. Ef það stendur hins vegar ekki til að taka hann með, skilur hann það strax. Þá sest hann rólegur á ból sitt og veit að hans hlutverk er að passa húsið.

Þegar eigendur eru ekki heima, tekur Thor hlutverk sitt alvarlega og er sannkallaður húsbóndi. Sérstaklega eftir að stelpurnar komu, lætur hann engan ganga framhjá án þess að hann láti vita af þessum "þrjótum" sem dirfast að ganga á göngustígnum eða götunni. Áður fyrr lét hann aðeins í sér heyra ef einhver bankaði eða hringdi bjöllunni, þá tilkynnti hann það aldeilis, þó maður hefði líklega tekið eftir því hvort sem er.

 

 

Fékk einkunina 1 á BOAS prófi. 

Fékk 0 í mjaðma og hnéskeljaprófun.

Er með fallegan hrygg og engin merki um IVDD.

Augnpróf á vegum HRFÍ sýndi fullkomin augu.

Ekkert ofnæmi sýnt. Borðar allan mat.

 

PRÓF EINKUN
Hnéskelja og mjaðma 0
BOAS 1
IVDD 0
Augnskoðun 0

Thor tók þátt í sýningu hjá HRFÍ þegar hann var 6 ára og fékk "Exellent" dóm

 

Hann hefur eignast nokkra hvolpa sem eru allir dásamlegir !


Upplýsingar 

Einstakir persónuleikar

Hver og einn af hvolpunum okkar hjá Frenchie Iceland hefur einstaka persónuleika.

Umhyggja og félasmótun

Frá fæðingu fá hvolparnir okkar einstaka umönnun og félagsmótun til að tryggja að þeir séu vel undirbúnir fyrir nýju heimilin sín.

 

Að para saman hvolpa og eigendur

Hjá Frenchie Iceland höfum við ítarlegt ferli til að para hvolpana okkar við réttu eigendurna, til að tryggja varanlegt og ástríkt samband.

Stuðningur við nýja eigendur

Við bjóðum nýjum hvolpaeigendum alhliða stuðning og ráðgjöf til að tryggja greiða aðlögun og hamingjuríkt líf saman.


Langar þig í hvolp?

Sendu okkur skilaboð