Saga franska bolabítsins
Bolabítar nutu mikilla vinsælda í Bretlandi fyrr á öldum, þar sem þeir voru notaðir í svokölluðum nautabardögum (e. bull-baiting). Þegar slík „skemmtun“ var bönnuð árið 1835 urðu þessir kraftmiklu hundar verkefnalausir. Til að laga þá að nýjum hlutverkum var hafist handa við að smækka kynið með því að blanda því saman við minni hunda, meðal annars terríera. Markmiðið var að draga úr hörku og árásargirni og gera þá að þægilegri félaga- og gæludýrum.
Um miðja 19. öld tóku þessir smærri hundar, svonefndir toy bulldogs, að njóta vinsælda í enskum borgum, meðal annars í Nottingham sem þá var miðstöð blúndugerðar. Þar urðu þeir nokkurs konar lukkudýr blúndugerðarmanna. Á sama tíma var iðnbyltingin í fullum gangi og margir úr textíliðnaðinum fluttu starfsemi sína til Norður-Frakklands, með hundana sína í farteskinu.
Í Frakklandi sló þessi nýi, minni bulldog fljótt í gegn, bæði meðal almennings og í aðalsmannasamfélaginu í París. Þar hélt ræktunin áfram og úr varð nýtt afbrigði sem fékk nafnið franskur bolabítur (Bouledogue Français). Hundurinn varð sífellt vinsælli, ekki aðeins í Frakklandi heldur einnig í Bandaríkjunum, þar sem hann hlaut viðurkenningu frá American Kennel Club árið 1906 og var þegar orðin fimmta vinsælasta hundakynið í landinu.
Áratugirnir sem fylgdu mótuðu útlit hundsins enn frekar. Krossblöndun við aðrar tegundir, mögulega terríera og pugs, leiddi til hinna einkennandi „leðurblökueyra“. Þessi sérkenni gerðu franska bolabítinn að áberandi borgarhundi í París, þar sem hann tengdist kaffihúsalífi, listamönnum og skemmtanamenningu. Málarar á borð við Edgar Degas og Toulouse-Lautrec festu hann á striga sem tákn hins glaðværa og lífsglaða borgarlífs.
Í lok 19. aldar hafði kynið fest sig í sessi víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Í Bretlandi var þó erfiðara að ná fótfestu, enda þótti mörgum Englendingum móðgun að Frakkar hefðu „endurhannað“ þjóðartákn þeirra – bulldoginn.
Á 20. öld tóku bandarískir ræktendur sérstaklega að leggja áherslu á að leðurblökueyrun væru hin réttu einkenni kynsins, en ekki svokölluð „rósaeyru“. Síðan þá hefur þessi eiginleiki orðið eitt helsta sérkenni franska bolabítsins um allan heim.
Í dag er franski bolabíturinn eitt allra vinsælasta hundakyn heims. Hann hefur lengi verið í efstu sætum vinsældalista og árið 2022 náði hann fyrsta sæti í Bandaríkjunum þegar hann tók fram úr Labrador retriever.
Sögusagnir um að blái og brúni liturinn sé nýr, skoðum það betur
The dog book, gefin út 1906, hér má sjá það sem skrifað var um franskan bolabít. Þar kemur fram hvaða litur er leyfður í Hundaræktarfélaginu í Bandaríkjunum. Dökk brindle var talin ákjósanlegastur en svartur og tan ekki leyfður.
Litir á feldi franskra bolabíta og kynbótastaðalinn
Sögulegt sjónarhorn frá 1897 til 1991
FBDCA / „History of Color“
Ítarleg grein sem fjallar um litasögu tegundarinnar, upprunalegan stąndard og hvernig litapreferansar breyttust.
Þarna var talið upp alla liti sem til voru þá, þar á meðal mouse(blár) og liver(brúnn).
Það er áhugavert að skoða þessar upplýsingar sem virtur hundaræktandi Crowd Pleazer Frenchies LLC setti inn á heimasíðu sína.
Þarna er hann búinn að rannsaka uppruna mouse (blár) og liver (brúnn) litanna og sýnir fram á mörg gögn sem sanna að liturinn var svo sannarlega vinsæll hjá sumum á 19 öld. Svo að þær sögusagnir um að blái og brúni liturinn sé nýr í tegundinni er uppspuni. Sagan segir að hefðarfrúr hafi ekki viljað lit sem líktist rottulit og úr varð að banna þann lit og dökk brindle varð vinsælastur.
BLÁI OG BRÚNI LITURINN
Franski bulldog-klúbburinn í Ameríku (FBDCA) gerði upphaflega ekki greinarmun á feldlitum. Í fyrstu útgáfu staðalsins var tekið fram að „allir litir“ væru leyfðir og að ekki skyldi mismunað eftir lit. Samuel L. Goldenberg fékk því breytt með því að þykjast vera fulltrúi franskra yfirvalda í bulldog-ræktun, hann sannfærði klúbbinn, þá aðeins 14 ára gamlan, um að útiloka ákveðinn lit sem tilheyrði helsta keppinaut hans. Í raun hafði Goldenberg sjálfur verið rekinn fyrir að „grafa undan“ en tókst engu að síður að breyta reglunum til hagsbóta fyrir sig.
Það er staðreynd að blái og brúni liturinn hefur ávallt verið hluti af genamengi franska bolabítsins. Þessir litir eru til staðar í arfgerð standard hunda sem eru viðurkenndir af AKC og systurklúbbum um allan heim. Reglulega koma fram hvolpar með bláum eða brúnum lit úr foreldrum sem sjálfir bera aðeins hefðbundna liti, sem sýnir að genin fyrir þessa liti eru enn til staðar, þó þau séu ekki alltaf sýnileg.
Þegar rýnt er í erfðafræðina, má sjá að jafnvel margir virtir ræktunarmeistarar sem eiga „standard“ hunda bera þessi gen án þess að það komi fram í feldlitnum. Þetta skýrir hvers vegna exotic litir halda áfram að birtast innan tegundarinnar þrátt fyrir strangar takmarkanir staðalsins.
Það er bæði áhugavert og fræðandi að lesa blogg Crowd Pleazer Frenchies LLC, þar sem fjallað er ítarlega um franska bolabítinn, litina og þróun tegundarinnar í gegnum tíðina. Bloggið finnur þú hér
Árið 1911 vann Noswal Nabob marga titla, hann var blár brindle eins og það er kallað í dag. Áður var það kallað Grá brindle. Skrá um foreldra hans eru á myndinni fyrir neðan en þau báru bæði bláa genið.
Það virtist vera í lagi að hann sýndi bláa litinn svo lengi sem hundurinn var líka brindle. Í skjalinu er vísað í dilute sem er annað orð yfir bláan.
Spurningar ?
Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi franska bolabíta endilega hafðu samband!